Örykjar strauja yfir bandorminn og hafna lágtekjuskatti

 

 

 

 

img_6574.jpgGróðærisfávitavæðingin fór framhjá örykjum og eldri borgurum, í vasa auðjöfra og sýndarspákaupmanna er vildu einkavæða velferðarkerfið.

 

Reynt er að telja okkur trú þessa dagana, að okkur hafi verið hyglað svo vel, árið 2008 með réttarbótum að það flæði bókstaflega fé úr vösum okkar. Og að nú sé okkur í lófa lagið að borga fyrir óráðsíu fámennra borgara á Íslandi.                                                         

 

Réttlætið er fótum troðið. - Ætla stjórnvöld virkilega að sofa að feigðarósi? Hafið þið virkilega ekki horfst í augu við hugsanlegar afleiðingar sem þessi lágkúrulegi gjörningur hefur í för með sér?

 

Við skorum á stjórnvöld að afturkalla lágtekjuskatt á örykja og eldri borgara, strax.

 

img_6904.jpgÖrykjar eiga fjölskyldur og eru með fjárhagslegar skuldbindingar eins og fólk sem tilheyrir svo nefndir hátekjustétt.

 

Eitthvað hljómar hún nú ankanlega þessa dagana setningin fræga úr Biblíunni, “Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, skulu þér og þeim gjöra”.

 

Við viljum bjóða alþingismönnum í okkar stað að lifa á sambærilegum bótum og lífeyrisþegar, í krónum talið og að þeir fái 10 daga aðlögunarfrest, rétt eins og okkur er gert að sæta.

 

  • Við neitum að taka ábyrgð á fjárhagsglæpum!

 

  • Við neitum að taka þátt í því að sökkva landinu í sæ vegna vanhugsaðra úrræða og teljum að skuldabyrðinni og ábyrgð skuli varpað á hendur þeirra er sök eiga!

 

  • Við neitum að láta hryðjuverkastarfsemi, lögleysi og siðleysi, erlendra hagsmunapólitíkusa, eyðileggja land og þjóð!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Andrés si

Höfundur

Andrés.si
Andrés.si
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • ...poplavey
  • ...v4375
  • ...position2pi
  • swineeeee
  • swineeeee

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband