Foreldrajafnrétti í Noregi á fleygiferð

Foreldrajafnrétti í Noregi á fleygiferð
Nefnd á vegum ráðuneytisins skilar skýrslu

Dad%20&%20DaughterRáðherra Barna og Jafnréttismála tók á móti skýrslunni - sem er 132 bls - við formlega athöfn þann 29 apríl 2008. Lagaprófessor Strandbakken gerði formlega grein fyrir efni skýrslunnar og sjá má 25 mín sjónvarpsútsendingu frá því hér.  

Hefur ráðherrann sent skýrsluna út til umsagnar og gefur frest til 1. september 2008 til að skila inn umsögnum. Norðmenn eru hér að fylgja í kjölfar Svía sem gerðu viðamikla úttekt árið 2005 og Dana sem gerðu viðamikla útekt árið 2006. Í báðum tilvikum voru settar upp stórar nefndir sem stýrt var af óháðu háskólafólki.  Skýrslunum var fylgt eftir með viðamiklum lagabreytingum í bæði Svíþjóð og Danmörku.

Tillögurnar í norsku skýrslunni ganga langt - en fyrir eru norsk lög um foreldrajafnrétti mun lengra komin en þau íslensku. Verði tillögurnar að lögum í Noregi hafa Norðmenn tekið forystu í foreldrajafnrétti á Norðurlöndum, en Svíar hafa hingað til leitt málaflokkinn. Við Íslendingar eru svo aftarlega í þessum málum að Félag um foreldrajafnrétti er að berjast fyrir leiðréttingum sem félagasamtök um foreldrajafnrétti á Norðurlöndum náðu í gegn fyrir áratugum.

Formenn foreldrajafnréttisfélaganna í Danmörku, Noregi og Svíþjóð skilja ekki að annað foreldrið á Íslandi ráði einhliða - árið 2008 - hvort barn njóti sameiginlegrar forsjár beggja eða ekki. Enn síður skilja þeir að sambýlisforeldri geti verið komið með forsjá yfir barni "makans" eftir 12 mánaða búskap - sérstaklega í ljósi þess að faðirinn hefur ef til vill óskað eftir sameiginlegri forsjá en ekki fengið.

Íslenskir alþingismenn geta farið að skammast sín. Íslenski jafnréttisráðherrann og íslenski dómmálaráðherrann eru komnir í sérklassa í málaflokknum. Nú þarf greinilega að fara að taka upp harðari málflutning en hingað til hefur tíðkast. Greinilegt er að Allsherjarnefnd er ekki í takti, hvorki við þjóðina né strauma og stefnur - í þessum málaflokki. Hér við hliðina - í ramma merktur "í Brennidepli" má finna Norsku skýrsluna í heild sinni. Einnig er úrdráttur úr skýrslunni, 2-3 síður - sem Lúðvík Börkur hefur tekið saman á íslensku um tillögur norsku nefndarinnar til ráðherrans.

 

 http://www.foreldrajafnretti.is/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Andrés si

Höfundur

Andrés.si
Andrés.si
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...poplavey
  • ...v4375
  • ...position2pi
  • swineeeee
  • swineeeee

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband