14.9.2007 | 14:49
Tapsárir femínistar
Ég tók þetta af Vidmylluni. Meira en staðreyndir jú.
http://www.vindmyllan.com/index.php?option=com_content&task=view&id=115&Itemid=29
Svo virðist sem slái úti fyrir Vindmyllunni þegar hún les of mikið af væli um óréttlæti gagnvart konum í lýðræðislegum kosningum. Það var alveg fyrirsjáanlegt að forréttindafemínistar myndi ekki vera sáttir við úrslit kosninganna hver svo sem þau yrðu.
Það var því kærkomið að rekast á stutta samantekt, svona einskonar "Brot af því besta" í væli forréttindafemínista eftir nýafstaðnar kosningar. Það er hin rökfasta Hafrún Kristjánsdóttir sem tók þetta saman og setti á bloggíðu sína í færslu sem hún kallar "Kynjahlutföll ". Hér er færslan hennar í heild sinni:
"Eftir að tilkynnt var um ráðherraskipan sjálfstæðisflokksins hafa femmar þessa lands farið hamförum á bloggsíðum, hér er brot af því besta
Það er svo þegar fólk fær embætti vegna eigin verðleika en ekki bara vegna kynfeðis. - Sóley Tómasdóttir
Nei. Kata vill að fólk eigi jafna möguleika. Það eru hæfir kandídatar af báðum kynjum og þess vegna þarf að skipta jafnt. - Sóley Tómasdóttir
Fléttulistar útiloka ekki hæfni heldur tryggja að hæfasta fólkið af báðum kynjum komist að - ekki bara karlar í kraft kyns síns. - Sóley Tómasdóttir
Mín skoðun og mat er sú að konur og karlar séu jafnhæf og því er fáránlegt að kynjahlutföllin séu eins og þau eru þarna
Vona að karlkyns ráðherrar Sjálfstæðisflokksins séu sáttir við að hafa fengið ráðherrastól í krafti kyns en ekki hæfni - Katrín Anna talskona
Svo er talað um að kvótar séu slæmir af því að það væri svo niðurlægjandi fyrir konurnar að vita að þær væru í sínum stöðum af því að þær eru konur... Málið með kvóta er hins vegar að þeir hleypa hæfu konunum að... og koma í veg fyrir að of margir karlar séu ráðnir út af kynferðinu einu saman. Katrín Anna talskonaHeld að öllum sem hafa fylgst með umræðunni að femínistar vilja kynjakvóta, hafa nefnt kynjakvóta á þing, hafa nefnt kynjakvóta í ríkisstjórn, hafa nefnt kynjakvóta á framboðslistum og í stjórnum fyrirtækja. Ekki má heldur gleyma kröfunni um hálfgerðan kynjakvóta í Silfri Egils Ég hef oft reynt að fá svör um hvar skuli stoppa, hversu langt á kynjakvóti að ganga, hvar á hann við og hvar ekki Ég hef ekki fengið svör. Ég tel mig þó hafa fengið einhver svör hér á internetinu. Kynjakvótar virðast ekki málið þegar kemur að stjórnum félagasamtaka. Afhverju kynjakvótar eiga ekki við þar að mati feminista en eiga við í stjórnum fyrirtækja veit ég ekki.
Hér er listi yfir hæstráðendur í femínistafélagi ÍslandsRáð(sem að mér skilst er sambærilegt stjórn)
Katrín Anna Guðmundsdóttir - Talskona (formaður??)
Sif Traustadóttir - Ritari
Ásta Lilja Steinsdóttir - Gjaldkeri
Elísabet Rolandsdóttir - Vefstýra
Hópstjórar
Gísli Hrafn Atlason - Karlahópur
Kolbrún Anna Hauksdóttir - Menningarhópur
Guðrún Beta Mánadóttir - Staðalímyndarhópur
Eva Rún Snorradóttir - Lesbíuhópur
Rakel Adolphsdóttir - Ungmennahópur
Þetta er jafnréttið hjá Femínistafélagi Íslands. Þegar kemur að embættum í Femínistafélaginu þá virðist ekki mikilvægt að hafa jafn hlutfall, eða svo gott sem, milli karla og kvenna.
Ég ætla að koma með tillögu að skýringu á þessum áberandi kynjaskekkju hjá því félagi sem berst hvað harðast gegn kynjamisrétti. Ég held að karla hafi minni áhuga á að starfa fyrir þetta félag en konur og þess vegna sækjast þeir síður eftir embættum í félaginu. Ég vil ekki ætla femmum þessa lands það að velja konur fram yfir karla í krafti kyns þeirra.
Getur verið að þessi skýring mín á kynjaskekkju femínistafélagsins skýri a.m.k. að einhverjum hluta til kynjaskekkju á öðrum sviðum þjóðfélagsins? Getur verið að konur hafi minni áhuga á að bjóða sig fram til trúnaðarstarfa í pólitík og kynjahlutfall á þingi endurspegli þann veruleika? Getur verið að konur hafi minni áhuga/vilja/þörf fyrir að koma fram í spjallþáttum á borð við Silfur Egils? Getur verið að það skýri kynjahalla kjaftaþáttum? Getur verið að konur hafi meiri áhuga á börnum annarra en karlar og sá áhugi endurspegli kynjaskekkju í stétt leikskólakennara?
Spyr sú sem ekki veit........
...... ég reyndar veit eitt. Ég þekki ansi vel mann sem hefur unnið við fjölmiðla í 20 ár. Hann hefur m.a. stjórnað spjallaþáttum af öllum stærðum og gerðum. Þetta er orðrétt úr hans munni "Vandamálið er ekki hjá Agli, það er svona 17 sinnum erfiðara að fá konur til að mæta í fjölmiðla til þess að spjalla, amk hefur það verið mín reynsla"
p.s. Hvar er hommahópurinn? Er eitthvað jafnrétti í því að hafa bara Lessuhóp "
Ekki aðeins veitir Hafrún okkur frábært yfirlit yfir það besta heldur tekst henni enn á ný að sýna okkur fram á þá ótrúlegu hræsni sem einkennir íslenska forréttindafemínista og það í stjórnum Femínistafélags Íslands. Húrra!
Vindmyllan-hjá-gmail-punktur-com
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.10.2019 kl. 23:58 | Facebook
Um bloggið
Andrés si
Bloggvinir
- salvor
- bjarnigun
- sigurjons
- kolbrunb
- agbjarn
- gurrihar
- pallvil
- annabjo
- jensgud
- mediumlight
- gisligislason
- vefritid
- thordistinna
- bjarnihardar
- magnusthor
- paul
- saethorhelgi
- joik7
- vertu
- hafsteinnsigurbjornsson
- gudmundurmagnusson
- agny
- svartfugl
- ansigu
- utvarpsaga
- skarfur
- axelthor
- thjodarsalin
- birgitta
- gattin
- brandarar
- jaxlinn
- fiskurinn
- fridaeyland
- vidhorf
- killjoker
- skulablogg
- skessa
- diva73
- helgatho
- isleifur
- astromix
- kreppan
- svartur
- jonsullenberger
- jonvalurjensson
- larahanna
- astroblog
- raksig
- salmann
- fullvalda
- siggi-hrellir
- stjornlagathing
- tbs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 13763
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð spurning: Hvar er hommahópurinn?
Sigurður Þórðarson, 4.10.2007 kl. 00:27
Það hef ég aldrei skilið. Ég meina þetta skipulagsleysi karla. Þannig er sko ekki hætt að finna hommahópinn. Konur aftur á móti beint ryðjast í alt. Sem betur fer er það lang tímalega séð einmitt okkur körlum í hag. Traust er því míður að miklu leyti farin þannig að til eru alt of margir karlar með brjóst.
Andrés.si, 4.10.2007 kl. 01:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.