Leikur

Þetta er farinn að vera leikur en ekki eðlileg vinna manna í Seðlabankanum.  Hér virðist vera einnig að sama fólk ganga stöðu leikmanna og dómara. Fólk almennt horfir bara á leik.

Ég er að spá hvort fólk, sem sagt áhorfendir eru orðin þreyttir og reiðir að horfa  sama leikrit aftur og aftur??

  

SANY0099


mbl.is Glitnir spáir stýrivaxtahækkun á fimmtudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framlag til torrent.is

 

Tilefni þessarar sendingar er að minna notendur á að aðstandendur vefsins eru enn að berjast fyrir því að lögbannið verði afnumið svo að vefurinn geti haldið áfram í óbreyttri mynd og koma með fréttir af málinu. Einnig viljum við minna notendur á þann kostnað sem hefur komið vegna málsins og biðjum við um þá sem geta að styrkja málstaðinn þar sem fé er af skornum skammti.

Í tilraun til þess að flytja skilaboðin á sem einfaldastan hátt var ákveðið að hafa hann í 'Spurt og svarað'-formi. Hver og einn getur þá einbeitt sér að því að lesa það sem hann hefur áhuga á.

Hverjir standa fyrir lögbanninu?
- Fjögur íslensk rétthafasamtök kröfðust lögbanns á starfrækslu torrent.is sem var síðan veitt 19. nóvember. Þau samtök eru SMÁÍS, STEF, Framleiðendafélagið SÍK og Félag Hljómplötuframleiðenda (FHF).

Hvað varð um gögnin?
- Gögnin sem tengjast vefnum torrent.is eru enn í okkar vörslu og á heilu og höldnu. Beiðni rétthafasamtakanna um haldlagningu tækjabúnaðs og gagna var hafnað af sýslumanni þegar lögbannsbeiðnin var tekin fyrir.

Hvenær verður lögbanninu aflétt?
- Þessi spurning er nokkuð erfið en aðallega er um tvo möguleika að ræða sem leiða til þess. Sá fyrsti er að rétthafasamtökin dragi málið til baka (sem er frekar ólíklegt) og hinn er að dómstólar staðfesti ekki lögbannið. Mikil von er um að dómstólar dæmi rétt og aflétti þessu rangláta lögbanni sem fyrst.

Hvar er málið statt núna?
- Héraðsdómur vísaði málinu frá þann 27. mars síðastliðinn en þeirri ákvörðun var áfrýjað til Hæstaréttar sem er núna að meðhöndla málið. Þar ákveður Hæstiréttur hvort hann vísi málinu aftur til héraðsdóms eða staðfesti frávísunina. Við teljum að það síðarnefnda sé líklegasta niðurstaðan.

Hvenær mun málinu ljúka?
- Því miður er ekki hægt að segja til um það en það gæti verið á hverjum degi sem Hæstiréttur kveður upp úrskurð. Hins vegar fer það eftir niðurstöðu Hæstaréttar hvort málið heldur áfram eða lýkur á þeirri stundu. Eftir að niðurstaðan er orðin ljós er hægt að meta gildi hennar.

Mun vefurinn vera opnaður aftur?
- Það er ætlunin að vefurinn verði opnaður aftur með óbreyttu fyrirkomulagi ef það er ekkert sem hindrar það. Hvort og hvenær það gerist fer eftir gengi málsins fyrir dómstólum.

Af hverju ætti mér ekki að vera sama hvernig málið fer?
- Sumum notendum er nákvæmlega sama um gengi málsins vegna þess að þeir eru komnir á annan vef. Í sannleika sagt eru aðstandendur þessara vefja ekki í málaferlum núna því rétthafasamtökin vilja fyrst sjá hvernig Istorrent-málið fer áður en farið er í aðra aðila. Gengi Istorrent-málsins mun því hafa áhrif á aðgerðir þeirra í nánustu framtíð. Einnig er mikilvægt að aðstandendum slíkra vefja finnist að þeir hafi ríkan stuðning notenda, annars er mjög efasamt að fólk nenni að standa í því að berjast fyrir aðra í framtíðinni ef þeim finnst að almenningur yfirgefi sig um leið og til vandræða kemur. Málstaður lifir ekki nema hann hafi marga að baki sér.

Að grunni séð, um hvað snýst málið?
- Málið snýst um frjáls skráarskipti og einnig, þótt ótrúlegt sé, um frelsi Internetsins á Íslandi. Það síðarnefnda er ekki bein afleiðing málsins en væri skref í átt að frelsisskerðingu. Rétthafasamtökin vilja hafa sem mesta stjórn á dreifingu efnis en gleyma oft, eða hunsa, þátt almennings í höfundarrétti. Þau skilaboð sem væri verið að flytja með sakfellingu fyrir rekstur vefsins væru þau að þriðji aðili ber ábyrgð á aðgerðum notenda þess sem brjóta á höfundarrétti. Ef hýsingaraðilinn væri gerður ábyrgur fyrir mögulegum brotum notenda myndu fáir þora að setja upp t.d. myndahýsingar eða hýsa spjallborð.

Hver greiðir lögfræðikostnaðinn?
- Allur kostnaður er greiddur sameiginlega af Istorrent ehf. og Svavari Kjarrval. Jafnvel þótt málið vinnist er ljóst að upphæðin sem rétthafasamtökin þurfa að greiða í málskostnað mun eingöngu nægja til að greiða hluta af þeim raunverulega kostnaði sem lagt hefur verið í vörnina. Fyrir héraðsdómi voru rétthafasamtökin eingöngu skikkuð til að greiða 1/7 af heildarupphæðinni en miðað við 3,5 milljóna lögfræðikostnaðinn er ljóst að það mun mikið vanta upp á þegar málinu loksins lýkur. Hvorugur þessara aðila á mikla peninga svo framtíð þeirra byggist á stuðningi notenda og hvernig það fer fyrir dómstólum.

Ég vil styrkja baráttuna, hvernig get ég gert það?
- Þeir sem vilja styrkja með peningagjöf geta lagt inn einhverja upphæð á reikning 0135-26-072153 kt. 670807-2150. Einnig er hægt að styrkja útgáfuna með því að safna stuðningi meðal almennings.

Hvar get ég fræðst meira um málið?
- Blogg Istorrents á http://blog.istorrent.is mun halda áfram að veita fréttir og tíðindi af málinu en það er einnig aðgengilegt með því að slá inn torrent.is. Þar að auki er í boði fyrir alla að gerast áskrifendur að RSS fæði bloggsins. Einnig eiga fréttamiðlar það til að veita upplýsingar um málið.

ínnur atriði sem stjórnendur eru oft spurðir út í:
* Istorrent og stjórnendur þess standa ekki fyrir torrent-síðunni The Viking Bay (http://thevikingbay.org).
* Ef það verður afgangur af söfnuninni verður hann settur til hliðar og notaður til að verjast málsóknum í framtíðinni.
* Þegar vefur Istorrents opnar aftur munu allir aðgangar notenda vera til staðar ásamt því sem hver notandi hefur unnið sér inn.

Fyrir hönd Istorrents,
Svavar Kjarrval


Janez Drnovšek forseti Slóveníu látinn

 

 http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1323492

 

 

pb_janez_drnovsekÍ fyrra nótt er farinn forseti Slóveníu Janez Drnovšek. Hann hefur gengið embættum sem næst síðasti forseti Jugóslavíu, svo formaður flokksins.  Þangað til fyrir nokkrum víkum, hefur hann verið forseti Slóveníu. 

 Janez Drnovšek hefur verið þekktur sem mikil Evrópusini. Sérstaklega í seinni árum lagði hann opinberlega mikla áheyrslu á jákvæðni og andlegt mál. 

 

 


Jóhanna og jafnrétti

Hennar tími er komin. Jafnvél ef hún er komin í ólöglegt aðferð til að styrkja kvenfólk. Sem betur fer  veit ég um a.m.k  sex  heilbrigðar konur sem furða sig á kvenna öfgun á dögunum.

 


mbl.is Styrkjum úthlutað til atvinnumála kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vondur pabbi

Það er eitt enn spurning til bloggara hérna.  Í þetta skipti verður það ekki um pólitík eða þess háttar heldur um börn og foreldrar. Hef bara léttu spurningu út í þjóðfélag um hvað á að gera með karl-faðir sem er međ krakkar í  sameignlegt forsjá. Lögheimili barna er hjá manninum en hér er að fréttast að hann beitir líkamlegu og andlegu ofbelti gagnvart börnum.  Svo hafa krakkarnir sagt eftirtalandi:

Pabbi tala illa um mömmu og  jafnvel kærasta (sem er nýlega komin frá meðferð) og hefur aldrei kynnst mömmu barnanna segir þeim að  hún (mamma þeirra) er klikkuð.

Krakkarnir sem sagt eru reglulega slegnir, oftast á hendur og rass,  einnig  með fjárstyrkingu eða öðrum hlutum sem eru fyrir hendi í heimilinu.  Þau flýja fyrir honum í horn með rass eða í herbergi sem er með lykil, þess vegna út  á svalinn.

Andlegt ofbelti  fer fram með sakir barna, þar sem pabbi hótar sjálfsmorði ef ný kona fer frá honum. Sem sagt. Í augum barna  verður það þeim að kenna ef þau hætta saman.

Krakkar einnig heyra frá pabba að mamma ætla að vera vel barin af handrukkurum. Ástæða er ekki tekið fram, meira að segja ekki vitað.

Svo spyr ég hvað segir lög um svona dæmi, þegar þetta og svipað gerist í þjóðfélaginu?

 


Tapsárir femínistar

Ég tók þetta af Vidmylluni. Meira en staðreyndir jú.

 http://www.vindmyllan.com/index.php?option=com_content&task=view&id=115&Itemid=29

 

 

Svo virðist sem slái úti fyrir Vindmyllunni þegar hún les of mikið af væli um óréttlæti gagnvart konum í lýðræðislegum kosningum. Það var alveg fyrirsjáanlegt að forréttindafemínistar myndi ekki vera sáttir við úrslit kosninganna hver svo sem þau yrðu.

Það var því kærkomið að rekast á stutta samantekt, svona einskonar "Brot af því besta" í væli forréttindafemínista eftir nýafstaðnar kosningar. Það er hin rökfasta Hafrún Kristjánsdóttir sem tók þetta saman og setti á bloggíðu sína í færslu sem hún kallar "Kynjahlutföll ". Hér er færslan hennar í heild sinni:

"Eftir að tilkynnt var um ráðherraskipan sjálfstæðisflokksins hafa femmar þessa lands farið hamförum á bloggsíðum, hér er brot af því besta

Það er svo þegar fólk fær embætti vegna eigin verðleika en ekki bara vegna kynfeðis. - Sóley Tómasdóttir

Nei. Kata vill að fólk eigi jafna möguleika. Það eru hæfir kandídatar af báðum kynjum og þess vegna þarf að skipta jafnt. - Sóley Tómasdóttir

Fléttulistar útiloka ekki hæfni heldur tryggja að hæfasta fólkið af báðum kynjum komist að - ekki bara karlar í kraft kyns síns. - Sóley Tómasdóttir

Mín skoðun og mat er sú að konur og karlar séu jafnhæf og því er fáránlegt að kynjahlutföllin séu eins og þau eru þarna

Vona að karlkyns ráðherrar Sjálfstæðisflokksins séu sáttir við að hafa fengið ráðherrastól í krafti kyns en ekki hæfni - Katrín Anna talskona

Svo er talað um að kvótar séu slæmir af því að það væri svo niðurlægjandi fyrir konurnar að vita að þær væru í sínum stöðum af því að þær eru konur... Málið með kvóta er hins vegar að þeir hleypa hæfu konunum að... og koma í veg fyrir að of margir karlar séu ráðnir út af kynferðinu einu saman. Katrín Anna talskona

Held að öllum sem hafa fylgst með umræðunni að femínistar vilja kynjakvóta, hafa nefnt kynjakvóta á þing, hafa nefnt kynjakvóta í ríkisstjórn, hafa nefnt kynjakvóta á framboðslistum og í stjórnum fyrirtækja. Ekki má heldur gleyma kröfunni um hálfgerðan kynjakvóta í Silfri Egils Ég hef oft reynt að fá svör um hvar skuli stoppa, hversu langt á kynjakvóti að ganga, hvar á hann við og hvar ekki Ég hef ekki fengið svör. Ég tel mig þó hafa fengið einhver svör hér á internetinu. Kynjakvótar virðast ekki málið þegar kemur að stjórnum félagasamtaka. Afhverju kynjakvótar eiga ekki við þar að mati feminista en eiga við í stjórnum fyrirtækja veit ég ekki.

Hér er listi yfir hæstráðendur í femínistafélagi Íslands

Ráð(sem að mér skilst er sambærilegt stjórn)

Katrín Anna Guðmundsdóttir - Talskona (formaður??)

Sif Traustadóttir - Ritari

Ásta Lilja Steinsdóttir - Gjaldkeri

Elísabet Rolandsdóttir - Vefstýra

Hópstjórar

Gísli Hrafn Atlason - Karlahópur

Kolbrún Anna Hauksdóttir - Menningarhópur

Guðrún Beta Mánadóttir - Staðalímyndarhópur

Eva Rún Snorradóttir - Lesbíuhópur

Rakel Adolphsdóttir - Ungmennahópur

Þetta er jafnréttið hjá Femínistafélagi Íslands. Þegar kemur að embættum í Femínistafélaginu þá virðist ekki mikilvægt að hafa jafn hlutfall, eða svo gott sem, milli karla og kvenna.

Ég ætla að koma með tillögu að skýringu á þessum áberandi kynjaskekkju hjá því félagi sem berst hvað harðast gegn kynjamisrétti. Ég held að karla hafi minni áhuga á að starfa fyrir þetta félag en konur og þess vegna sækjast þeir síður eftir embættum í félaginu. Ég vil ekki ætla femmum þessa lands það að velja konur fram yfir karla í krafti kyns þeirra.

Getur verið að þessi skýring mín á kynjaskekkju femínistafélagsins skýri a.m.k. að einhverjum hluta til kynjaskekkju á öðrum sviðum þjóðfélagsins? Getur verið að konur hafi minni áhuga á að bjóða sig fram til trúnaðarstarfa í pólitík og kynjahlutfall á þingi endurspegli þann veruleika? Getur verið að konur hafi minni áhuga/vilja/þörf fyrir að koma fram í spjallþáttum á borð við Silfur Egils? Getur verið að það skýri kynjahalla kjaftaþáttum? Getur verið að konur hafi meiri áhuga á börnum annarra en karlar og sá áhugi endurspegli kynjaskekkju í stétt leikskólakennara?

Spyr sú sem ekki veit........

...... ég reyndar veit eitt. Ég þekki ansi vel mann sem hefur unnið við fjölmiðla í 20 ár. Hann hefur m.a. stjórnað spjallaþáttum af öllum stærðum og gerðum. Þetta er orðrétt úr hans munni "
Vandamálið er ekki hjá Agli, það er svona 17 sinnum erfiðara að fá konur til að mæta í fjölmiðla til þess að spjalla, amk hefur það verið mín reynsla"

p.s. Hvar er hommahópurinn? Er eitthvað jafnrétti í því að hafa bara Lessuhóp Wink"

Ekki aðeins veitir Hafrún okkur frábært yfirlit yfir það besta heldur tekst henni enn á ný að sýna okkur fram á þá ótrúlegu hræsni sem einkennir íslenska forréttindafemínista og það í stjórnum Femínistafélags Íslands. Húrra!

 

Vindmyllan-hjá-gmail-punktur-com Vindmyllan


Undirskríft gegn sölu á Orkuveitu? Hvað er það?

Það er ekki nema skömm að hér mótmælir engin um hugsanlegt sölu af Orkuveitu.  Málið má heldur tákna  þannig að í augum annarra er frekar meira mikilvægt að undirrita á  gegn Kolaports flutning heldur gegn sölu á Orkuveitu.  Vatn er auðlind Íslendinga rétt eins og fiskur. Siðar nefndur hefur mikið hækkað síðan kvóta kerfi hefur verið sett á stað. svo ætla að hækka mikið meira einmitt orka og alt bisnes í því hring. Afleiðingin þess er að útsvar hækkar sömuleydis, þannig að hér verður kostnaður af orku sami og í löndum þar sem í gangi er  kjarnorkustöðva rekstur.

Það var ekki nema nokkur ár siðan, erlendir sérfræðingar hafa ráðlagt íslenskum stjórnvöldum að hér borgi sig ekki að selja orku eða fyrirtæki sem tengjast það. Ó nei. Þetta land eða ráðamenn þess virðist vera spillir svo annað kemur í ljóst.


Ríkiseign er eign ríkisborgara Íslands

Ég spyr bara að einu.  Hvað hefur Íslendingur fengið í vasann með sölu af öllum IcelandP-500Kronur-1986_fríkiseignum? Andres08 er slóvenskur ríkisborgari þar sem með svipaðri sölu hafa ríkisborgarar Slóveníu (óháðir aldri)  fengið ávísun eða svo kallað certificat með ákveðin upphæð ætlað  í hlutabréfa kaup.  

Íslendingar fengu als ekki neitt en einstaklingar hafa hagrætt himin mikið.  Biður framtíð í einhverjar breytingar á því tagi? Ég vona en á litil trú að svo skuli vera.

 


 


mbl.is Rúm 40% þjóðarinnar hlynnt einkavæðingu ríkisstofnana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Súr kál og fuglaflensa

Kínverjar hafa komist að lækningu fyrir al löngu.  Að einhverju leyti er lækningin á meðal annars einmitt súr kál.  Það fæst hér á landi. Einhver með fuglaflensu? Smile

 



mbl.is Vísindamenn hafa uppgötvað mótefni gegn fuglaflensu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Musík og áhríf þess. Goran Bregović og Hennie Bekker

noteÉg ætla gera annað í dag.  Einhverjir hafa verið á tónleikum hans Goran Bregović, á laugardaginn var.  Svo hef ég heyrt fólk talað að tónlist með aðstoð sígauna á ekki beint við Íslendinga og íslensk menning. Ekki er talað um harmóníku fólk frá Rúmeníu heldur um atvinnu men og stór listamann Goran Bregović.

 Ekki muni ég fjalla  mikið heldur segja frá laginu þar sem samkvæmt reynslu hefur það mikið áhrif á sál og líkama. Tvö mismunandi lög frá tveimur mismunandi löndum. Bæði lögin hagnast á meðal annars erfiðleikum fólksins innan við fjölskyldu til dæmis.  Ef það gengur illa skuli þíð hlusta bæði lög þrisvar á dag, slakka á og hafa það gott. 

http://media.putfile.com/Goran-Bregovic-Ederlezi-12

 

http://media.putfile.com/HB-46

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Andrés si

Höfundur

Andrés.si
Andrés.si
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...poplavey
  • ...v4375
  • ...position2pi
  • swineeeee
  • swineeeee

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband